Hafrasmellir

Ef eitthvað er jólahefð á mínu heimili þá eru það þessar kökur! Upprunalega uppskriftin að hafrakökunum sjálfum kemur að mig minnir úr einum af fyrstu Nóa-Síríus jólabæklingunum en ég man ekki lengur hvenær eða hvernig það kom til að bæta kreminu á milli. Enda skiptir það svosem ekki máli, aðalatriðið er að hugmyndin varð til, … Meira Hafrasmellir

Daimdúllur

Ef ég myndi bara baka eina smákökusort fyrir jólin yrðu það alveg pottþétt þessar. Eða kannski hugsanlega hafrasmellirnir sem ég ætla að smella inn í næstu viku.. Æ ég þyrfti kannski að hugsa mig um í smástund til að taka endanlega ákvörðun en það sem ég meina er allavega að þessar smákökur eru svolítið sjúklega … Meira Daimdúllur

Snickerskaka

Til að taka af allan vafa; þetta er ekki hráfæðis Snickerskakan sem fór eins og eldur í sinu um internetið fyrir stuttu! Nei, þessi er eins djúsí og þær gerast og er ein af uppáhalds kökunum mínum til að setja á veisluborð eða bera fram sem eftirrétt. Snickers hefur alltaf verið ofarlega á listanum yfir uppáhalds … Meira Snickerskaka

Súkkulaðibitakaka (hveiti- og sykurlaus)

Hvað ef ég segi ykkur að ég hafi bakað köku sem er ekki bara hveitilaus, heldur líka sykurlaus?! Jább, mér finnst nefnilega að allir bakarar eigi að eiga að minnsta kosti eina uppskrift sem þeir geta skellt í fyrir ‘vandræðaliðið’, þið vitið, þessa sem eru á LKL eða búnir að kötta út allan sykur og … Meira Súkkulaðibitakaka (hveiti- og sykurlaus)

Molakaka með berjum

Mér finnst það sem heitir á ensku ‘crumb-cake’ vera alveg dásamleg snilld! Þetta er kaka í tveimur lögum og dregur nafn sitt af efra laginu sem gert er úr deigmolum sem verða gylltir og stökkir við baksturinn og skapa andstæðu við mjúkan botninn. Þess vegna hef ég ákveðið að kalla þessa köku ‘Molaköku’ í mínum … Meira Molakaka með berjum

Eplabaka með kanilkaramellu

Bökur eru dásamlegar, finnst ykkur það ekki?! Hérna í nágrenninu er hellingur af ávaxtatrjám, bæði kirsuberja-, plómu- og eplatrjám. Þvílíkt himnaríki fyrir bökuunnendur! Kirsuberin eru komin vel á veg nú þegar og ekki langt í að það sé hægt að fara út í berjatínslugöngutúr og þá fáið þið alveg örugglega uppskrift að kirsuberjaböku, ó hvað … Meira Eplabaka með kanilkaramellu

Appelsínuskónur með hvítu súkkulaði

Hvað í ósköpunum heita ‘scones’ á íslensku? Það er hálf ergilegt að hið upplagða orð ‘skonsur’ skuli vera frátekið fyrir annað, við getum kannski bara kallað þetta skónur í staðinn? Ég ætla að prófa það í þessari færslu! Ég hef lengi ætlað mér að eignast góða skónu uppskrift en hef einhvern vegin ekki gert mikið … Meira Appelsínuskónur með hvítu súkkulaði

Sítrónuostakaka með möndlubotni, kókosmarengs og hvítri karamellusósu

Eins gaman og mér þykir að baka og dunda mér í eldhúsinu þá er ég líka stundum löt. Um daginn greip ég með mér svona frosna ostaköku úti í búð: Hún var svosem ágæt en hún gerði voða lítið annað fyrir mig en að minna mig á hvað það var orðið langt síðan ég hef gert … Meira Sítrónuostakaka með möndlubotni, kókosmarengs og hvítri karamellusósu