Súkkulaðibitakaka (hveiti- og sykurlaus)

Hvað ef ég segi ykkur að ég hafi bakað köku sem er ekki bara hveitilaus, heldur líka sykurlaus?! Jább, mér finnst nefnilega að allir bakarar eigi að eiga að minnsta kosti eina uppskrift sem þeir geta skellt í fyrir ‘vandræðaliðið’, þið vitið, þessa sem eru á LKL eða búnir að kötta út allan sykur og … Meira Súkkulaðibitakaka (hveiti- og sykurlaus)

Kjúklingabaunir með blómkáli og sveppum

Það er alltaf gott að eiga góðar grænmetisuppskriftir og hér er ein í safnið! Blómkál er ein af uppáhalds grænmetistegundunum mínum og mér finnst alltaf jafn gott að kippa með mér einum blómkálshaus í búðinni og elda eitthvað gott úr honum. Blómkál er líka hitaeiningasnautt en ríkt af B og C vítamínum og öðrum snefilefnum. … Meira Kjúklingabaunir með blómkáli og sveppum

Heitt linsubaunasalat með fetaosti og sætar gulrætur

Mér finnst eins og það sé komið of langt síðan ég birti síðast grænmetisuppskrift. Eins gott að bæta úr því! Í eldhúsinu mínu er alveg nauðsynlegt að elda og borða grænmetisrétti inn á milli. Ég veit ekki með ykkur, en þegar ég borða eldaða máltíð sem inniheldur ekki kjöt þá kemur allt öðruvísi seddutilfinning í … Meira Heitt linsubaunasalat með fetaosti og sætar gulrætur

Kjúklingasalat með grískri jógúrt

Það er ennþá sumarfílingur í eldhúsinu; kalt og fljótlegt er mottóið í matargerðinni flesta daga og engin nenna til að standa yfir pottunum í lengri tíma. Eitt af því sem er mjög sniðugt á litlu heimili (já og stórum reyndar líka), hvort sem er að sumri eða vetri, er að matreiða heilan kjúkling. Það er … Meira Kjúklingasalat með grískri jógúrt

Quinoa salat með Tex-Mex áhrifum

Kinóa eða kinva… Það er spurningin! Alveg frá því að ég kynntist þessari korntegund fyrst og fór að leita að upplýsingum og uppskriftum á netinu hefur það verið sumum bloggurum og öðrum matgæðingum mikið kappsmál að leiðrétta hvern þann sem ber orðið quinoa fram sem ‘kin-ó-a’ og vísa í að orðið er hljóðritað eftir spænska … Meira Quinoa salat með Tex-Mex áhrifum

Baunabuff með asísku ívafi

Í ákveðinni búð hérna í bænum eru reglulega tilboð á niðursoðnum baunum og tómötum og ég á það til að grípa með mér slatta sem safnast svo upp í búrskápnum. Einmitt þess vegna stendur núna yfir átakið ‘BORÐUM BAUNIR’ hérna á heimilinu til að grynnka aðeins á staflanum; baunasalöt, baunabætt hrísgrjón, baunabættir pottréttir, baunaþetta og … Meira Baunabuff með asísku ívafi

Túnfisksalat

Þegar maður talar um túnfisksalat hugsa flestir um mæjónesklessu á brauði. Mér finnst vera kominn tími til að breyta því! Túnfiskur er nefnilega alveg hrikalega próteinríkur og hollur og þó að gott mæjósalat sé gott þá er hægt að gera svo margt annað við túnfisk en að hræra hann saman við mæjónes. Þetta salat er … Meira Túnfisksalat