Linsubaunapottréttur með bökuðum sætum kartöflum

Linsubaunir eru svo mikil snilld! Ekki bara út frá næringarfræðilegu sjónarmiði heldur er líka svo gott að nota þær sem grunn í alls konar pottrétti og súpur. En svo eru linsubaunir ekki bara linsubaunir; það eru til mismunandi litir og gerðir sem eldast á ólíkan hátt. Uppistaðan í rétti dagsins er tegund sem er kölluð beluga … Meira Linsubaunapottréttur með bökuðum sætum kartöflum

Chili sin Carne

Mér finnst hálfgert svindl að chili plöntur skuli vaxa suður við miðbaug og þar um kring, ef það er eitthvað sem forfeður okkar hefðu þurft á að halda í vetrarkuldunum hérna norðanmegin á plánetunni er það einmitt gott chili! Sem betur fer býður nútíminn upp á mun fjölbreyttara fæðuúrval og mataræði, og gott chili, hvort … Meira Chili sin Carne

Kjúklingabaunir með blómkáli og sveppum

Það er alltaf gott að eiga góðar grænmetisuppskriftir og hér er ein í safnið! Blómkál er ein af uppáhalds grænmetistegundunum mínum og mér finnst alltaf jafn gott að kippa með mér einum blómkálshaus í búðinni og elda eitthvað gott úr honum. Blómkál er líka hitaeiningasnautt en ríkt af B og C vítamínum og öðrum snefilefnum. … Meira Kjúklingabaunir með blómkáli og sveppum

Heitt linsubaunasalat með fetaosti og sætar gulrætur

Mér finnst eins og það sé komið of langt síðan ég birti síðast grænmetisuppskrift. Eins gott að bæta úr því! Í eldhúsinu mínu er alveg nauðsynlegt að elda og borða grænmetisrétti inn á milli. Ég veit ekki með ykkur, en þegar ég borða eldaða máltíð sem inniheldur ekki kjöt þá kemur allt öðruvísi seddutilfinning í … Meira Heitt linsubaunasalat með fetaosti og sætar gulrætur

Quinoa salat með Tex-Mex áhrifum

Kinóa eða kinva… Það er spurningin! Alveg frá því að ég kynntist þessari korntegund fyrst og fór að leita að upplýsingum og uppskriftum á netinu hefur það verið sumum bloggurum og öðrum matgæðingum mikið kappsmál að leiðrétta hvern þann sem ber orðið quinoa fram sem ‘kin-ó-a’ og vísa í að orðið er hljóðritað eftir spænska … Meira Quinoa salat með Tex-Mex áhrifum

Baunabuff með asísku ívafi

Í ákveðinni búð hérna í bænum eru reglulega tilboð á niðursoðnum baunum og tómötum og ég á það til að grípa með mér slatta sem safnast svo upp í búrskápnum. Einmitt þess vegna stendur núna yfir átakið ‘BORÐUM BAUNIR’ hérna á heimilinu til að grynnka aðeins á staflanum; baunasalöt, baunabætt hrísgrjón, baunabættir pottréttir, baunaþetta og … Meira Baunabuff með asísku ívafi