Kartöflu-, sætkartöflu- og gulrótagratín

Og bara kominn september! Sumarið formlega búið og haustið með allri dásamlegu haustuppskerunni framundan. Við erum ennþá að læra á nýja garðinn og erum búin að komast að því að stærra eplatréð okkar gefur af sér matarepli, þ.e. epli sem eru aðeins beisk þegar þau eru borðuð beint af trénu, en henta vel í matargerð; bökur, … Meira Kartöflu-, sætkartöflu- og gulrótagratín

Hnetusteik

Ég held að það hafi verið jólin 2005 sem ég bar fram hnetusteik í fyrsta skipti á aðfangadagskvöld. Ég hafði fengið slump-uppskrift frá systur vinkonu minnar en einhverra hluta vegna hafði ég ekki fyrir því að prufukeyra steikina fyrir jól og finna út rétt hlutföll fyrir mig svo ég stóð í eldhúsinu hjá bróður mínum … Meira Hnetusteik

Sætkartöflupizza

Játning: Mér finnst pizzur ekkert sérstakar. Það er nú samt kannski vegna þess að ég borða hvorki pepperóní né nautahakk og ‘neyðist’ þess vegna til að panta mér grænmetispizzu sem er yfirleitt hálf-hrátt grænmeti stráð í mis-vandaða tómatsósu og það finnst mér bara ekki góður matur. Ég veit að það eru fleiri grænmetisætur þarna úti … Meira Sætkartöflupizza

Fylltar kjúklingabringur með rótargrænmeti og kryddjurtasósu

Ég hef verið í pásu frá eldhúsinu síðustu daga og er búin að verja tíma mínum að mestu niðri á Eurovision eyju hvar ég gerðist sjálfboðaliði í þeim tilgangi að fá að sjá Eurovision frá hinni hliðinni. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, þessi vika var alveg hreint frábær upplifun og svo margt sem gerist bakvið … Meira Fylltar kjúklingabringur með rótargrænmeti og kryddjurtasósu

Aloo Gobi – indverskur grænmetisréttur

Var ég ekki alveg örugglega búin að segja ykkur hvað mér finnst indverski matarheimurinn vera yndislegur?! Það sem mér finnst hvað best við indverska matargerð er hversu margar dásamlegar grænmetisuppskriftir maður finnur þegar maður fer að kafa aðeins ofan í hana, ég get svo svarið að ég gæti lifað á indverskum grænmetis- og baunaréttum! Uppskrift … Meira Aloo Gobi – indverskur grænmetisréttur