Kartöflu-, sætkartöflu- og gulrótagratín

Og bara kominn september! Sumarið formlega búið og haustið með allri dásamlegu haustuppskerunni framundan. Við erum ennþá að læra á nýja garðinn og erum búin að komast að því að stærra eplatréð okkar gefur af sér matarepli, þ.e. epli sem eru aðeins beisk þegar þau eru borðuð beint af trénu, en henta vel í matargerð; bökur, … Meira Kartöflu-, sætkartöflu- og gulrótagratín

Marokkóskur sítrónukjúklingur og kryddgrjón

Fyrir nokkrum árum var það orðin nokkurs konar hefð að bjóða tveimur vinkonum mínum í mat og hafa ‘þjóðarþema’ í gegnum þriggja rétta matseðil; ég eldaði matinn og þær komu með vín frá landi kvöldsins. Góður díll!  Eitt kvöldið var ákveðið að hafa marokkóskt þema og þegar ég var búin að fara í gegnum endalaust mikið … Meira Marokkóskur sítrónukjúklingur og kryddgrjón

Kjúklingabaunir með blómkáli og sveppum

Það er alltaf gott að eiga góðar grænmetisuppskriftir og hér er ein í safnið! Blómkál er ein af uppáhalds grænmetistegundunum mínum og mér finnst alltaf jafn gott að kippa með mér einum blómkálshaus í búðinni og elda eitthvað gott úr honum. Blómkál er líka hitaeiningasnautt en ríkt af B og C vítamínum og öðrum snefilefnum. … Meira Kjúklingabaunir með blómkáli og sveppum

Heitt linsubaunasalat með fetaosti og sætar gulrætur

Mér finnst eins og það sé komið of langt síðan ég birti síðast grænmetisuppskrift. Eins gott að bæta úr því! Í eldhúsinu mínu er alveg nauðsynlegt að elda og borða grænmetisrétti inn á milli. Ég veit ekki með ykkur, en þegar ég borða eldaða máltíð sem inniheldur ekki kjöt þá kemur allt öðruvísi seddutilfinning í … Meira Heitt linsubaunasalat með fetaosti og sætar gulrætur

Tvíbakaðar kartöflur

Hugmyndin á bakvið uppskrift dagsins kemur beint frá Bandaríkjunum. Þessar kartöflur eru vinsælt meðlæti með alls konar kjötréttum og eru tilvaldar til að bera fram í stað hefðbundinna bakaðra kartaflna í matarboði nú eða bara með kvöldmatnum! Tvíbakaðar kartöflur 2 bökunarkartöflur 30-40 g beikon 1 1/2 msk sýrður rjómi 2 msk graslaukur, saxaður smátt 2 … Meira Tvíbakaðar kartöflur

Quinoa salat með Tex-Mex áhrifum

Kinóa eða kinva… Það er spurningin! Alveg frá því að ég kynntist þessari korntegund fyrst og fór að leita að upplýsingum og uppskriftum á netinu hefur það verið sumum bloggurum og öðrum matgæðingum mikið kappsmál að leiðrétta hvern þann sem ber orðið quinoa fram sem ‘kin-ó-a’ og vísa í að orðið er hljóðritað eftir spænska … Meira Quinoa salat með Tex-Mex áhrifum

Ætiþistlapestó

Fyrir nokkru birti ég uppskrift að fylltum kjúklingabringum þar sem fyllingin samanstóð af ætiþistlapestói og rjómaosti. Í þeirri færslu lofaði ég uppskrift að heimagerðu ætiþistlapestói og efni það loforð hér með! Pestó er einn af þessum hlutum sem ég kynntist ekki almennilega fyrr en ég var farin að nálgast fullorðinsaldur. Ég veit ekki alveg hvort … Meira Ætiþistlapestó

Baunabuff með asísku ívafi

Í ákveðinni búð hérna í bænum eru reglulega tilboð á niðursoðnum baunum og tómötum og ég á það til að grípa með mér slatta sem safnast svo upp í búrskápnum. Einmitt þess vegna stendur núna yfir átakið ‘BORÐUM BAUNIR’ hérna á heimilinu til að grynnka aðeins á staflanum; baunasalöt, baunabætt hrísgrjón, baunabættir pottréttir, baunaþetta og … Meira Baunabuff með asísku ívafi

Kjúklingaenchiladas og kryddhrísgrjón með nýrnabaunum

Uppskriftir dagsins eru tvær að þessu sinni og saman leggja þær góðan grunn að góðri mexíkansk-ættaðri máltíð. Um þessar mundir er ég að reyna að grynnka aðeins á baunabirgðum heimilisins og þá liggur auðvitað mjög beint við að borða mexíkanskt! Í þetta skiptið ákvað ég að gera enchiladas með einfaldri tómata- og paprikusósu og nota … Meira Kjúklingaenchiladas og kryddhrísgrjón með nýrnabaunum