Mangóskyrterta

Verandi Íslendingar í útlöndum erum við skötuhjúin stundum spurð útí íslenskar matarvenjur og jafnvel beðin um sýnishorn. Við höfum boðið vinum upp á lambakjöt (slær alltaf í gegn), harðfisk (mjög misjafnar móttökur), íslenskt brennivín (allir til í eitt skot!) og flatkökur með hangikjöti, sem virðist einhverra hluta vegna ekki eiga upp á pallborðið hjá Dananum! … Meira Mangóskyrterta

Buffalo kjúklingasalat með gráðosta-skyrdressingu

Fyrir mörgum árum var ég Au Pair í Bandaríkjunum og smakkaði þar í fyrsta skipti svokallaða Buffalo-kjúklingavængi, sem eru vel þekktir í Ameríkunni sem klassískur skyndibiti. Einhvern tíma sat ég í hópi annarra Au Pair stelpna og nokkrar höfðu pantað sér körfu af vængjum þegar ein í hópnum, frá Suður-Ameríku ef ég man rétt, sagðist … Meira Buffalo kjúklingasalat með gráðosta-skyrdressingu

Gekkóinn

Það er júróvisjónkvöld og þrátt fyrir að hvorugt heimalandið mitt hafi komist áfram verður nú samt að sjálfsögðu horft á keppnina og á júró gerir maður vel við sig í mat og drykk. Trítar sig aðeins, er það ekki?! Miðað við umræðuna á netinu sýnist mér að veitingar af mexíkóskum ættum verði vinsælar í kvöld … Meira Gekkóinn

Morgunverðarvaffla (sykurlaus)

Góður morgunverður er undistaða dagsins. Var það ekki einhvern vegin þannig?! Ég verð að viðurkenna að ég hef í gegnum tíðina ekki verið neitt sérstaklega dugleg að borða morgunmat en er þó farin að taka mig á í þeim efnum. Oftast er það hafragrautur eða rúgbrauð (danska útgáfan) með einhverju góðu ofaná (mæli með stöppuðu … Meira Morgunverðarvaffla (sykurlaus)

Sólarfiskur

Hér í Danmörku er hægt að fá alveg ágætis fisk ef maður veit hvar maður á að leita en þeir eru lítið fyrir ýsuna, blessaðir, þó maður geti stundum fengið fínan þorsk. Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst ýsan betri svo auðvitað er það algjör snilld að eiga mömmu sem stingur að manni … Meira Sólarfiskur