Kartöflu-, sætkartöflu- og gulrótagratín

Og bara kominn september! Sumarið formlega búið og haustið með allri dásamlegu haustuppskerunni framundan. Við erum ennþá að læra á nýja garðinn og erum búin að komast að því að stærra eplatréð okkar gefur af sér matarepli, þ.e. epli sem eru aðeins beisk þegar þau eru borðuð beint af trénu, en henta vel í matargerð; bökur, … Meira Kartöflu-, sætkartöflu- og gulrótagratín

Tvíbakaðar kartöflur

Hugmyndin á bakvið uppskrift dagsins kemur beint frá Bandaríkjunum. Þessar kartöflur eru vinsælt meðlæti með alls konar kjötréttum og eru tilvaldar til að bera fram í stað hefðbundinna bakaðra kartaflna í matarboði nú eða bara með kvöldmatnum! Tvíbakaðar kartöflur 2 bökunarkartöflur 30-40 g beikon 1 1/2 msk sýrður rjómi 2 msk graslaukur, saxaður smátt 2 … Meira Tvíbakaðar kartöflur

Ofnbakaðar kartöflur með kirsuberjatómötum

Eins og ég hef sagt áður þá er ég stundum svolítið föst í því meðlæti sem ég ber fram með mat og langar að breyta því. Í kvöld gerði ég tilraun sem er kannski ekkert voða framúrstefnuleg í hinu stóra eldhússamhengi heimsins en ég er afskaplega ánægð með afraksturinn. Það er kannski bara af því … Meira Ofnbakaðar kartöflur með kirsuberjatómötum

Aloo Gobi – indverskur grænmetisréttur

Var ég ekki alveg örugglega búin að segja ykkur hvað mér finnst indverski matarheimurinn vera yndislegur?! Það sem mér finnst hvað best við indverska matargerð er hversu margar dásamlegar grænmetisuppskriftir maður finnur þegar maður fer að kafa aðeins ofan í hana, ég get svo svarið að ég gæti lifað á indverskum grænmetis- og baunaréttum! Uppskrift … Meira Aloo Gobi – indverskur grænmetisréttur

Allt er vænt sem vel er grænt!

Er það ekki annars?  Það virðist allavega vera í tísku að drekka alls konar torkennilega græna drykki, hefur mér sýnst á hinum ýmsu vefmiðlum og það er svosem alveg rétt að dökkgrænt grænmeti inniheldur helling af vítamínum og bætiefnum sem eru góð fyrir okkur. Ég verð nú samt að viðurkenna að mér finnst svona drykkir yfirleitt … Meira Allt er vænt sem vel er grænt!