Plómukjúklingur

Þegar ég var að skipuleggja matseðilinn fyrir september ákvað ég að setja plómukjúkling á planið í byrjun mánaðarins, þar sem þetta er akkúrat tíminn fyrir uppskeru af plómutrjánum okkar. Þegar dagurinn rann upp þurfti ég ekki nema að klæða mig í stígvél (einkennisskófatnaðurinn hér í sveitinni!), fara út í skúr og ná í stiga og arka … Meira Plómukjúklingur

Hægeldaður spicy kjúklingur (barbacoa)

Ég biðst afsökunar á fjarveru minni síðustu vikur, en hún helgast bæði af sumarfríi, ferðalögum, gestakomum, húsnæðisleit og undirbúningi flutninga. Já, það er mikið að gerast á heimilinu um þessar mundir svo eldhúsið hefur setið aðeins á hakanum. Og talandi um eldhús, í tæplega tvö og hálft ár höfum við búið í ágætis íbúð sem … Meira Hægeldaður spicy kjúklingur (barbacoa)

Parmesan kjúklingur

Æ það er nú bara svolítið gott að vera komin aftur í danska vorið, ég verð að viðurkenna að það var aðeins of kalt á Íslandi fyrir minn smekk! Til að koma mér í vorgírinn aftur sótti ég mér innblástur til Miðjarðarhafsins og eldaði þennan frábæra kjúklingarétt sem setur svo sannarlega smá sól í magann … Meira Parmesan kjúklingur

Kjúklingur í rjómaostasósu

Þegar manni finnst gaman að dunda sér í eldhúsinu fylgir því auðvitað að maður skoðar endalaust mikið af matreiðslubókum og bloggum, bæði til að prófa spennandi uppskriftir og líka til að fá innblástur og hugmyndir. Þannig var það til dæmis með uppskrift dagsins, hún varð eiginlega til út frá uppskrift á áhugaverðu bloggi sem heitir … Meira Kjúklingur í rjómaostasósu

Sesamkjúklingur

Mér finnst virkilega gaman að prófa mig áfram í matargerð undir asískum áhrifum en geri mér alveg fullkomlega grein fyrir því að hér á vesturlöndum erum við oftast mjög langt frá því sem gæti talist vera ‘ekta’ matargerð á asíska vísu. Ég sá það til dæmis mjög skýrt þegar ég vann á asískum veitingastað í … Meira Sesamkjúklingur

Indversk-ættaður spínatkjúklingur

Ég fann einhvern tíma uppskrift að indverskum spínatkjúklingi á netinu en svo týndi ég henni aftur og þegar ég reyndi að rifja hana upp varð þessi uppskrift til. Ég ætla því ekki að ábyrgjast að þetta sé ekta indversk eldamennska en ég skal lofa ykkur bragðmiklum rétti sem ætti að hitta á réttu bragðlaukana! Þennan … Meira Indversk-ættaður spínatkjúklingur

Fylltar kjúklingabringur með rótargrænmeti og kryddjurtasósu

Ég hef verið í pásu frá eldhúsinu síðustu daga og er búin að verja tíma mínum að mestu niðri á Eurovision eyju hvar ég gerðist sjálfboðaliði í þeim tilgangi að fá að sjá Eurovision frá hinni hliðinni. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, þessi vika var alveg hreint frábær upplifun og svo margt sem gerist bakvið … Meira Fylltar kjúklingabringur með rótargrænmeti og kryddjurtasósu