Lax á linsubeði

Ég kann alveg glimrandi vel við mig í nýja eldhúsinu mínu, það er alveg stórkostlegur munur að hafa, í fyrsta lagi almennilegt borðpláss (og geta t.d. geymt mína heittelskuðu KitchenAid (aka. Kitty) uppá borði) og í öðru lagi skápapláss. Ég ætla aldrei aftur að eiga heimili með of litlu eldhúsi! Það er að vísu búið … Meira Lax á linsubeði

Linsubaunapottréttur með bökuðum sætum kartöflum

Linsubaunir eru svo mikil snilld! Ekki bara út frá næringarfræðilegu sjónarmiði heldur er líka svo gott að nota þær sem grunn í alls konar pottrétti og súpur. En svo eru linsubaunir ekki bara linsubaunir; það eru til mismunandi litir og gerðir sem eldast á ólíkan hátt. Uppistaðan í rétti dagsins er tegund sem er kölluð beluga … Meira Linsubaunapottréttur með bökuðum sætum kartöflum

Heitt linsubaunasalat með fetaosti og sætar gulrætur

Mér finnst eins og það sé komið of langt síðan ég birti síðast grænmetisuppskrift. Eins gott að bæta úr því! Í eldhúsinu mínu er alveg nauðsynlegt að elda og borða grænmetisrétti inn á milli. Ég veit ekki með ykkur, en þegar ég borða eldaða máltíð sem inniheldur ekki kjöt þá kemur allt öðruvísi seddutilfinning í … Meira Heitt linsubaunasalat með fetaosti og sætar gulrætur

Rauð linsusúpa með reyktri papriku

Stundum rekst maður á eitthvað spennandi úti í búð og kaupir það, án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað maður ætlar að gera við það. Þannig var það akkúrat með staukinn af reyktri papriku sem situr í kryddhillunni minni en ég er svo ánægð með að eiga hann, því reykt paprika leikur einmitt aðalhlutverkið … Meira Rauð linsusúpa með reyktri papriku