Parmesan kjúklingur

Æ það er nú bara svolítið gott að vera komin aftur í danska vorið, ég verð að viðurkenna að það var aðeins of kalt á Íslandi fyrir minn smekk! Til að koma mér í vorgírinn aftur sótti ég mér innblástur til Miðjarðarhafsins og eldaði þennan frábæra kjúklingarétt sem setur svo sannarlega smá sól í magann … Meira Parmesan kjúklingur

Pestó og pasta

Það er gott að eiga góða nágranna! Á hæðinni fyrir ofan okkur býr hún Ulla, eldri dama sem hefur afskaplega gaman af hvers konar garðrækt og um daginn kom hún færandi hendi með kryddjurtir og kirsuberjatómata sem hún hefur sjálf ræktað á svölunum sínum í sumar. Svalirnar hennar eru reyndar nær því að vera stærðarinnar … Meira Pestó og pasta

Unaðspasta

Ég var tilbúin með allt aðra uppskrift til birtingar í dag en svo eldaði ég þetta pasta í gærkvöldi alveg óvart og ég bara VERÐ að deila þessu með ykkur núna strax! Ef þið þekkið hugtakið ‘foodgasm’ þá lýsir það alveg einstaklega vel kvöldmatarupplifuninni í gær! Ég rakst nefnilega á uppskrift á netinu um daginn … Meira Unaðspasta