Um mig

Ég heiti Anna og mér finnst voða gaman að dunda mér í eldhúsinu! Ég er nýútskrifuð úr háskóla og er að stíga mín fyrstu skref í alvöru atvinnuleit en til að hafa eitthvað fyrir stafni ákvað ég að skella upp einu svona matarbloggi og segja aðeins frá því sem gerist í eldhúsinu mínu.

Eldhúsið mitt er staðsett í Danmörku, nánar tiltekið í smáþorpi á Sjálandi, ekki mjög langt frá Kaupmannahöfn.  Hér bý ég ásamt kærastanum mínum og kisu, umvafin danskri náttúru og skemmtilegu mannlífi!

Í eldhúsinu mínu togast á tvær áttir; hollusta og óhollusta. Ég er mikið fyrir að elda frá grunni og ég elda yfirleitt mat sem er næringarríkur og hollur, án þess þó að fara eftir einhverjum kúrum eða ‘lífstíl’. Með þeirri undantekningu þó að ég get ekki borðað rautt kjöt og því eru steikur og annað þungmeti ekki eitthvað sem verður að finna á þessum síðum, heldur er áherslan lögð á kjúkling og létta grænmetisrétti og kannski fisk inn á milli.
Óhollustan tekur svo yfirhöndina þegar kemur að kökum og sætabrauði; ég nota alvöru smjör, hveiti og sykur þegar þess þarf og skammast mín ekkert fyrir það! Ég er þó ekki smeyk við að prófa mig áfram með sykur- og/eða hveitilaust svo það er og verður vonandi eitthvað í boði fyrir alla á þessum síðum.

Ég vona að sem flestir finni eitthvað gott og girnilegt í eldhúsinu mínu. Takk fyrir að kíkja og verði ykkur að góðu 🙂

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Um mig

  1. Frábært hjá þér, ég á eftir að njóta þessara uppskrifta með mikilli ánægju 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s